Sprenging í verksmiðju á Englandi

AP

Loka þurfti hluta hraðbrautar í norðvesturhluta Englands í morgun í kjölfar sprengingar í verksmiðju. Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni í verksmiðjunni sem varð rúmlega fimm í morgun. Fyrstu fréttir frá svæðinu sögðu að nokkrar eiturefnatunnur hafi sprungið við Veolia Cleanway verksmiðjuna í Ribbleton, um 330 km frá London. Lögregla segir að um 62.000 lítrar af eldfimu efni hafi verið í verksmiðjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert