Bandarískir hermenn fá betri bíla

Sprengjuheld farartæki sem þetta hafa verið pöntuð.
Sprengjuheld farartæki sem þetta hafa verið pöntuð. mbl.is

Varnarmálaráð Bandaríkjanna hefur samþykkt kaup á ríflega 20 þúsund bifreiðum sem eru sérhannaðar til að þola jarð- og vegsprengjur. Senda á fyrstu sendinguna með hraði til Íraks þar sem flestir hermenn falla er ökutæki þeirra aka á jarðsprengjur.

Herforingjar Bandaríkjamanna í Írak hafa óskað eftir slíkum farartækjum í stað Hummvee-jeppanna en þeir þykja ekki henta vel til að verjast jarðsprengjum.

Nýju farartækin eru kölluð MRAP (e. Mine-resistant armored vehicle).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert