Lögregla rýmdi flugstöðvarbyggingu 4 á Heathrowflugvelli í Lundúnum í dag þegar grunsamlegur hlutur fannst í byggingunni. Um 2000 manns, bæði farþegar og starfsfólk, þurfti að yfirgefa bygginguna. Að sögn farþega, sem AFP fréttastofan rædid við, greip engin skelfing um sig og vísbendingar voru um það nú á öðrum tímanum, að hættuástandinu yrði brátt aflétt.