Japanskur ráðherra segir af sér vegna ummæla

Fumio Kyuma.
Fumio Kyuma. Reuters

„Kjarnorkusprengjurnar sem sprungu í Nagasaki og Hiroshima voru nauðsynlegar til þess að enda seinni heimstyrjöldina,“ sagði varnarmálaráðherra Japans, en ummælin leiddu til afsagnar hans í dag. Fumio Kyuma sagði á blaðamannafundi í dag að ummæli hans hafi valdið ríkisstjórninni vandræðum og honum þætti það leitt.

Kyuma fæddist í Nagasaki og hefur sætt mikilli gagnrýni þeirra sem lifðu sprengingarnar af eftir ummælin, en 200.000 manns létust í borgunum tveimur í sprengjuárásum Bandaríkjamanna árið 1945. Forsetisráðherra Japans hefur samþykkt afsögn ráðherrans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert