Leiðtogar múslima í Bretlandi fordæma misheppnuðu hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum og Glasgow undanfarna daga og segja hverja þá sem reyna að drepa saklaust fólk vera óvini sína. Leiðtogaráðið heitir því að aðstoða lögregluna við að finna þá sem stóðu að baki árásanna og að koma í veg fyrir öfgahyggju. Fyrr í dag fannst sprengja fyrir utan mosku í Glasgow, en lögregla segir það mál ekki tengt rannsókn hennar á hryðjuverkum undanfarinna daga. Þetta kemur fram á Sky fréttastöðinni.