Þrælahald er vandamál í Brasilíu

Verkamaður við störf á sykurreirsplantekru í Brasilíu.
Verkamaður við störf á sykurreirsplantekru í Brasilíu. Reuters

Ríflega eitt þúsund verkamenn í ánauð í Brasilíu hafa verið frelsaðir af nýskipaðri sveit á vegum ríkisstjórnarinnar sem berst gegn þrælahaldi. Fólkið er sagt hafa starfað á sykurreirsplantekru í Amasonlægðinni í 14 tíma á dag við aðstæður sem líkjast í einu og öllu þrælahaldi. Fyrirtæki sem framleiðir etanól á plantekruna neitar ásökunum um illa meðferð á starfsfólkinu.

Samkvæmt fréttavef BBC telja mannréttindasamtök og verkalýðsfélög í landinu að á bilinu 25 til 40 þúsund manns starfi við aðstæður sem eru ekki fjarri þrælahaldi.

Margir bændur á Amasonsvæðinu hafa orðið svo skuldugir að þeir eru neyddir til að vinna nánast kauplaust til að endurgreiða skuldina.

Fólkið sem starfsmenn frá vinnumálaráðuneyti landsins komust að því að um 1100 manns unnu 14 tíma á dag við aðstæður sem sagðar voru hörmulegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert