Breska lögreglan handtók fyrr í dag tvo menn á grundvelli hryðjuverkalaga í Blackburn á Englandi. Ekki hefur verið gefið upp hvort mennirnir tveir voru handteknir í tengslum við hryðjuverk sem voru fyrirhuguð í Lundúnum og í Glasgow. Mennirnir voru fluttir í öryggisgæslu á lögreglustöð í Lancashire, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Samkvæmt vef Sky voru mennirnir handteknir eftir að hafa komið með tvær sendingar af gaskútum í iðnaðarhverfi í Blackburn. Gaskútar voru notaðir við allar bílsprengjurnar sem sprengja átti í Lundúnum og í Glasgow.