Blaðamaðurinn Alan Johnston var látinn laus í gærkvöldi, eftir 16 vikur í haldi mannræningja á Gasa. Hann var fölur og tekinn í framan en ánægður að þessu hræðilega málið væri lokið. Johnston, sem hafði verið lengst allra Vesturlandabúa í haldi mannræningja á Gasa, steig út í frelsið í morgunsárið umkringdur embættismönnum Hamas. Hann hafði samband við fjölmiðla frá heimili fyrrum forsætisráðherra Hamas, Ismail Hanyia, í Shatti flóttamannabúðunum á Gasa.