Cecilia Sarkozy skilar kreditkorti

Frönsku forsetahjónin Nicolas og Cecilia Sarkozy
Frönsku forsetahjónin Nicolas og Cecilia Sarkozy AP

Forsetafrú Frakklands, Cecilia Sarkozy, hefur skilað kreditkorti sem hún fékk hjá forsetaskrifstofunni til þess lægja öldur vegna eyðslu hennar, að sögn talsmanns forsetaembættisins.

Vikuritið Canard Enchaine greindi frá því í síðustu viku að forsetafrúin, Cecilia Sarkozy, hafi fengið afhent kreditkort frá Elysee höll sem hún gæti nýtt til þess að greiða fyrir eigin eyðslu.

Í kjölfarið spurði stjórnarandstöðuþingmaður forsætisráðherra Frakklands, Francois Fillon, út í ásakanir vikuritsins og svaraði Fillon því til að enginn notaði kort frá forsetaembættinu til þess að greiða fyrir eigin eyðslu. Í viðtölum við franska fjölmiðla sagði Fillon að forsetaembættið myndi fara ofan í saumana á málinu og veita ítarlegar upplýsingar um eyðslu á kreditkortum frá forsetaembættinu.

Í frásögn Canard Enchaine var vísað til ónafngreinds heimildamanns á skrifstofu forseta. Að sögn heimildamannsins hafði forsetafrúin tvívegis notað kortið til þess að greiða fyrir hádegisverði, 129 evrur í annað skiptið og 272 evrur í annað skipti.

Talsmaður forsetaembættisins, Laurent Wauquiez, segir að Cecilia Sarkozy hafi líkt og fyrri forsetafrúr ákveðna fjárhæð til umráða sem standa á straum af ýmsum kostnaði. En til þess að koma í veg fyrir ágreining hafi hún ákveðið að skila kortinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka