Ferðamenn flýja skógarelda á frönsku Rivíerunni

Bjarminn frá eldinum lýsir upp bæinn Mandelieu-La-Napoule á frönsku Rivíerunni.
Bjarminn frá eldinum lýsir upp bæinn Mandelieu-La-Napoule á frönsku Rivíerunni. Reuters

Skógareldar loga nú á frönsku Rivíerunni og hefur þurft að flytja ferðamenn á brott frá svæðinu og loka vinsælum ferðamannavegi. Eldur kviknaði í bílakirkjugarði nálægt bænum Antibes og breiddist hratt út meðfram nálægum vegi.

Annar eldur kviknaði í Var héraði og voru um 1000 manns fluttir frá sex tjaldsvæðum og húsum í á svæðinu. Þriðji eldurinn kviknaði í Var og breiddist hratt út en talsverður vindur er þarna.

Mörg hundruð slökkviliðsmenn hafa barist við eldana í dag. Loka þurfti um 30 km löngum hluta af A8 veginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert