Að minnsta kosti fimm pakistanskir hermenn létust í sjálfsvígsárás við landamæri Afganistan í morgun. Hermennirnir voru í bílalest er maður keyrði bíl hlaðinn sprengiefni inn í bílalestina. Ekki liggur fyrir hve margir særðust í árásinni.
Mikil átök brutust út við mosku í Islamabad, höfuðborg Pakistan, í gær. Létust að minnsta kosti tíu í átökum milli herskárra stúdenta og lögreglu og fleiri hundruð særðust.