Fjórar stúlkur slösuðust á Hróarskelduhátíðinni

Frá Hróarskelduhátíðinni
Frá Hróarskelduhátíðinni

Fjórar ungar konur brenndust alvarlega er gassprenging var á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í gærkvöldi. Fram kemur á opinberri heimasíðu hátíðarinnar Festival Globe að stúlkurnar hafi verið að matreiða á sérstöku matreiðslusvæði á tjaldstæði hátíðarinnar þegar einnota gaskútur sem þær notuðu við eldamennskuna sprakk fyrirvaralaust. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Stúlkurnar voru fluttar á sjúkrahús í Hróarskeldu en þaðan voru tvær þeirra fluttar á brunadeild danska ríkisspítalans.

“Prímusar með einnota gaskútum eru mjög hættulegir, þar sem það getur komið upp í þeim gasleki sem veldur sprengingu. Við vörum því eindregið við notkun þeirra,” segir Jan Kristiansen, aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðs Hróarskeldu.

Kristiansen segir það þó hafa verið lán í óláni að slysið skuli hafa átt sér stað á matreiðuslusvæðinu en ekki inni á tjaldstæðinu sjálfu þar sem sprengingin hefði getað valdið stórbruna hefði hún borist í þétta tjaldborgina þar þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert