Maður sem hefur klifrað upp í ljósastaur á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn hótar að kasta sér niður. Þessi sami maður mun hafa klifrað upp í sama ljósastaurinn með sömu hótunum í gærkvöldi. Samkvæmt lögreglunni hékk hann í vírum í ljósastaurnum í gær og sagðist vera á flótta undan rúmensku mafíunni.
Berlingske Tidende skýra frá því að lögreglan hafi neyðst til að loka horninu á Vesturbrú og H. C. Andersen Breiðstrætinu sem er eitt af stærri gatnamótum borgarinnar.
Slökkviliðið er á staðnum og nú er reynt að tala manninn niður úr staurnum í annað sinn.