Háttsettur al-Qaída liði varaði breskan prest við áætlunum samtakana um að ráðast á Bretland í apríl á þessu ári og sagði honum orðrétt að „þeir sem lækna ykkur munu drepa ykkur“.
Presturinn sagði frá þessu eftir að þrjár misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar á Bretlandi um helgina. Presturinn er yfirmaður hjálparsamtaka sem starfa í Írak og hitti al-Qaída liðann á trúarráðstefnu í Jórdaníu. Hann varaði utanríkisráðuneyti Bretlands við orðum mannsins sem sagði jafnframt að þegar væri búið að skipuleggja eyðileggingu Bretlands og Bandaríkjanna.