Ástralar í Írak fyrir olíuna

Brendan Nelson, varnarmálaráðherra Ástralíu.
Brendan Nelson, varnarmálaráðherra Ástralíu. Reuters

Varnarmálaráðherra Ástralíu segir ástæðu þátttöku lands síns í Íraksstríðinu vera fyrst og fremst að vernda olíulindir Íraks. Ummæli ráðherrans eru líkleg til þess að blás byr undir báða vængi stríðsandstæðinga sem halda því fram að innrásin hafi fyrst og fremst komið til vegna olíugróða, en ekki vegna gereyðingavopna Saddams Husseins. Ráðherrann sagði Miðausturlönd öll væru mikilvæg vegna olíulinda og að Ástralir þyrftu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir drægi herlið sitt til baka frá Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert