Dæmdur fyrir öfgafullan boðskap á netinu

Younis Tsouli.
Younis Tsouli. AP

Maður, sem kallar sig heilan stríðsmanninn James Bond, var dæmdur í 10 ára fangelsi á Bretlandi í dag fyrir að reka fjölda öfgafullra heimasíða og dreifa myndskeiðum sem sýndu morðin á Bandaríkjamönnunum Nick Berg og Daniel Pearl. Tveir vinir mannsins voru dæmdir í 6-7 ára fangelsi.

Younis Tsouli notaðist við nafnið irhabi007 á netinu. Irhabi þýðir hryðjuverkamaður á arabísku og 007 er vísun í persónu breska leyniþjónustumannsins James Bond. Tsouli hlóð m.a. inn á netið leiðbeiningum um gerð sjálfsvígsvesta, sprengja og eiturs. Inni á heimasíðum hans var einnig að finna spjallvefi þar sem fóru fram umræður um ágæti hryðjuverka.

Saksóknari málsins segir mennina hafa reynt að fá aðra til þess fylgja öfgafullum hugmyndum manna á borð við Osama Bin-Laden. Mennirnir játuðu allir að hafa reynt að fá notendur heimasíðanna til þess að fremja hryðjuverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert