Klerkur í Pakistan biðst griða

Klerkur í Rauðu moskunni svonefndu í Islamabad í Pakistan hefur boðist til að gefast upp ásamt fylgismönnum sínum ef hann fær að dvelja áfram á svæðinu og sinna veikri móður sinni tímabundið.

Abdul Rashid Ghazi, sem er aðstoðarleiðtogi moskunnar, sagði í sjónvarpsviðtali, að hann væri tilbúinn til að afhenda stjórnarstofnun yfirráð yfir moskunni ef hann gæti með því bjargað lífi námsmanna, sem búið hafa um sig í moskunni.

Her Pakistans hefur setið um moskuna síðustu sólarhringa en Perves Musharraf, forseti landsins, ákvað að gripið yrði til aðgerða gegn heittrúuðum námsmönnum og klerkum, sem hafa mánuðum saman haft moskuna á valdi sínu en þeir vilja að ströngustu lög íslams skuli gilda í landinu. Hafa námsmennirnir m.a. ruðst inn í meint vændishús í borginni og rænt þar fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka