Meintur hryðjuverkamaður á Íslandi?

Bíllinn sem átti að sprengja við flugstöðina í Glasgow,
Bíllinn sem átti að sprengja við flugstöðina í Glasgow, Reuters

Lögreglan í Bretlandi leitar verkfræðinema frá Indlandi í tengslum við misheppnuðu hryðjuverkaárásirnar sem gerðar voru í Lundúnum og Glasgow síðustu helgi. Maðurinn, sem heitir Kafeel Ahmed, er jafnvel talinn vera staddur í fríi á Íslandi, en ekki hefur náðst í hann, segir í frétt indverska dagblaðsins The Hindu.

Yfirvöld á Bretlandi og Indlandi fylgjast nú með flugskráningum og gera ráð fyrir að finna hann bráðlega. Ef ekki, þá getur verið að maður sem er mjög illa brenndur og var handtekinn í Glasgow eftir að hafa keyrt logandi bíl á flugstöð, sé í raun Kafeel Ahmed, samkvæmt frétt indverska dagblaðsins The Hindu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert