Mörg hundruð dýraverndunarsinnar flettu sig klæðum og hlupu næstum naktir um götur Pamplóna þar sem hið fræga nautahlaup á hátíð heilags Fermíns hefst á morgun. Margir voru með plasthorn og rauða klúta um hálsinn um hálsinn og hrópuðu slagorð á borð við: „Pynting er ekki menning”.
Nautahlaupið hefst snemma á laugardaginn er sex nautum er sleppt úr gerði og þau látin hlaupa um 800 metra leið að nautahringnum í Pamplona þar sem þau munu seinna um daginn kljást við nautabana. Á leiðinni í nautahringinn er almenningi frjálst að hlaupa með nautunum en það verða oft slys á mönnum sem stunda þá iðju, jafnvel banaslys.
Dýraverndunarsamtök skipulögðu mótmælin í dag og er reiknað með að um þúsund mótmælendur frá þrjátíu löndum hafi tekið þátt.