Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum

Fjör­tíu og níu ára gam­all sænsk­ur maður var í dag dæmd­ur í 14 ára fang­elsi í Upp­sala fyr­ir að hafa nauðgað dótt­ur sinni og vin­konu henn­ar mörg hundruð sinn­um. Dótt­ir­in er í dag átta ára en faðir­inn mun hafa beitt hana kyn­ferðis­legu of­beldi frá þriggja ára aldri.

Sam­kvæmt Dagens Nyheter hef­ur maður­inn viður­kennt megnið af nauðgun­un­um enda mun hann hafa kvik­myndað gerðir sín­ar og fund­ust þær mynd­ir við hús­leit á heim­ili hans.

Maður­inn hafði einn for­ræði yfir dótt­ur sinni og syni sem er tveim­ur árum eldri þrátt fyr­ir að hafa áður hlotið dóm fyr­ir að beitt vin­kon­ur elstu dótt­ur sinn­ar kyn­ferðis­legu of­beldi.

Yf­ir­rétt­ur full­nýtti refsiramm­ann sem eru tíu ár og í til­fell­um sem þessu þar sem um ít­rekaðar nauðgan­ir er að ræða veita lög­in dómur­um mögu­leika á að bæta allt að fjór­um árum til viðbót­ar sem var gert.

Að auki dæmd­ist maður­inn til að greiða dótt­ur sinni 4,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna og vin­konu henn­ar 2,5 millj­ón­ir.

Maður­inn var ekki ekki tal­inn vera van­heill á geði og mun hann sjálf­ur hafa hlotið hefðbundið og ást­ríkt upp­eldi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert