Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum

Fjörtíu og níu ára gamall sænskur maður var í dag dæmdur í 14 ára fangelsi í Uppsala fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni og vinkonu hennar mörg hundruð sinnum. Dóttirin er í dag átta ára en faðirinn mun hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi frá þriggja ára aldri.

Samkvæmt Dagens Nyheter hefur maðurinn viðurkennt megnið af nauðgununum enda mun hann hafa kvikmyndað gerðir sínar og fundust þær myndir við húsleit á heimili hans.

Maðurinn hafði einn forræði yfir dóttur sinni og syni sem er tveimur árum eldri þrátt fyrir að hafa áður hlotið dóm fyrir að beitt vinkonur elstu dóttur sinnar kynferðislegu ofbeldi.

Yfirréttur fullnýtti refsirammann sem eru tíu ár og í tilfellum sem þessu þar sem um ítrekaðar nauðganir er að ræða veita lögin dómurum möguleika á að bæta allt að fjórum árum til viðbótar sem var gert.

Að auki dæmdist maðurinn til að greiða dóttur sinni 4,5 milljónir íslenskra króna og vinkonu hennar 2,5 milljónir.

Maðurinn var ekki ekki talinn vera vanheill á geði og mun hann sjálfur hafa hlotið hefðbundið og ástríkt uppeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka