Pyntingameistari Pinochets látinn

Pyntingameistari frá dögum Augustos Pinochets og herforingjastjórnar hans í Chile á áttunda áratugnum lést sjötugur að aldri í fangaklefa sínum í gær. Osvaldo Romo Mena var dæmdur fyrir mannrán en hann tók þá sem voru í andstöðu við herforingjastjórnina til fanga og viðurkenndi að hann hefði pyntað mörg hundruð stjórnarandstæðinga.

Guaton Romo eða Feiti Romo lést úr hjartaáfalli í fangelsi í Santiago en hann mun hafa þjáðst af vannæringu og sykursýki.

Romo var yfir hinni ógnvænlegu njósnadeild lögreglunnar og hafði lýst yfir stolti af gjörðum sínum og mun hafa sagt í viðtalsbók að hann myndi gera það sama aftur og herða þá tökin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert