Bóndi í suðurhluta Indlands fann nýfætt stúlkubarn sem hafði verið grafið lifandi. Það varð stúlkunni til happs að bóndinn sem var á leið út á akur sá hönd stúlkunnar standa upp úr moldinni. Atvikið varð um 150 km frá Hyderabad höfuðborg Andhra Pradesh-héraðs. Barnið sem er tveggja daga gamalt og hafði aldrei verið gefin næring er nú að jafna sig á sjúkrahúsi.
Stúlkan sem hefur fengið nafnið Mehrunnisa var grafin af móðurafa sínum, Abdul Raheem og bróður hans Abdul Rasheed með samþykki móðurinnar. Ástaðan er sú að Raheem á sjö dætur og óttaðist hann að hann gæti ekki séð þeim öllum farborða.
Á Indlandi hafa drengir löngum verið eftirsóttari meðal fátækra fjölskyldna því með þeim þarf ekki að greiða heimanmund sem oft setur fjölskyldur í fjárhagslegan vanda.
Raheem og bróðir hans verða kærðir fyrir morðtilraun og móðirin fyrir sinn þátt í málinu.