Opinbera stofnunin sem hefur eftirlit með og skráir tæki sem notast við geislavirk efni sem gætu nýst hryðjuverkamönnum hefur undanfarnar tvær vikur gefið upp þrjár mismunandi tölur er fréttamenn spurðu um fjölda tækja sem ekki hefur reynst unnt að hafa upp á.
Kanadíska kjarnorkuöryggiseftirlitið á að halda skrá yfir öll tæki og tól sem gætu hugsanlega reynst hættuleg í röngum höndum og gætu jafnvel nýst í gerð kjarnorkusprengju.
Í fyrstu sagði eftirlitið að einungis væri eitt tæki sem óvíst væri hvar væri niðurkomið og að það hefði farið á flakk fyrir nokkrum árum síðan.
Síðan hefur sú tala hækkað upp í 27 tæki sem hafa horfið frá 2002.
Síðasta talan sem heyrst hefur eru 40 lækningatæki, mælar og aðrir geislavirkir hlutir sem hafa horfið. Af þeim eru 17 hlutir taldir vera miðlungs hættulegir og einn hlutur mjög hættulegur.