Íraskur hryðjuverkamaður tekinn af lífi

Íraskur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda hefur verið tekinn af lífi í Bagdad en hann var dæmdur til dauða fyrir að standa fyrir einni af fyrstu sprengjuárásinni í Írak eftir ríkisstjórn Saddams Husseins var rekin frá völdum.

Maðurinn hét Oras Mohammed Abdul-Azizalso og var hengdur 3. júlí. Hann kom fyrir bílsprengju utan við mosku í Najaf og lét sjía-klerkur og að minnsta kosti 84 til viðbótar lífið. Árásin vakti mikla reiði meðal sjía-múslima, sem kenndu súnní-múslimum um og varð til að glæða þau átök sem nú hafa þróast út í borgarastyrjöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert