Einn alvarlega slasaður eftir nautahlaup í Pamplona

Einhverjir slösuðust og einn var rekinn í gegn í árlegu nautahlaupi á San Fermín hátíðinni í Pamplona í morgun, á öðrum degi hátíðarinnar. Níu voru fluttir á sjúkrahús eftir hlaupið í morgun og einn þeirra er alvarlega slasaður.

San Fermín hátíðin stendur í níu daga. Nautin hlaupa um 900 metra leið um götur Pamplona á morgnanna og hleypur almenningur með þeim hluta af leiðinni. Nautin mæta síðan þjálfuðum nautabönum í nautaatshringnum í eftirmiðdaginn.

Fjórtán hafa látist á hátíðinni frá því að mælingar hófust árið 1911.

Gríðarlegur fjöldi mætir til Pamplona til þess að fylgjast með og taka þátt í hátíðinni en á hverri hátíð eru einnig margir dýraverndarsinnar í borginni til að mótmæla meðferðinni á nautum á hátíðinni og nautaati á Spáni almennt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert