Sarkozy neitar að náða fanga á Bastilludaginn

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti við Elysee höllina í París.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti við Elysee höllina í París. Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur ákveðið að fylgja ekki þeirri hefð að náða fanga á Bastilludaginn þann 14. júlí. Segir hann ástæðuna vera þá að hann sé mótfallinn því að forsetinn nýti völd sín með þessum hætti til að leysa húsnæðisvanda fangelsisyfirvalda í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Forsetinn segir þó hugsanlegt að hann eigi eftir að náða fanga við sérstakar aðstæður. Stökkvi til dæmis dæmdur maður í Signu til að bjarga þremur börnum frá drukknun.

Sarkozy segist hafa verið beðinn um að náða þrjúþúsund fanga að þessu tilefni en á síðasta árið náðaði Jacques Chirac, þáverandi Frakklandsforseti, 3.500 fanga á Bastilludaginn. Um 61.000 fangar eru nú í fangelsum í Frakklandi en fangelsin eru byggð fyrir 50.000 fanga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert