Bretland með lélega landamæravörslu

Jacqui Smith og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Jacqui Smith og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Innanríkisráðherra Bretlands svaraði í dag gagnrýni yfirmanns Interpol á bresku ríkisstjórnina fyrir lélegar varnir gegn hryðjuverkum við landamæri. Ráðherrann, Jacqui Smith, sagði talsverða framþróun hafi orðið á landamæravörslu undanfarin ár.

Robert Noble, æðsti yfirmaður Interpol, sakaði bresku ríkisstjórnina um að stefna íbúum Bretlands í hættu með því að vinna ekki með Interpol. Hann sagði Bretland vera eitt þeirra landa sem athugar ekki hvort innflytjendur eru á lista Interpol yfir fólk sem grunað eru um að vera hryðjuverkamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert