George W. Bush, Bandaríkjaforseti í dag, nýtti sér í dag sérréttindi sem hann hefur til að hafna óskum Bandaríkjaþings um að fyrrum starfsmenn Hvíta hússins beri vitni fyrir þingnefnd um aðild stjórnvalda að því þegar nokkrir saksóknarar voru reknir úr embætti. Bush ítrekaði tilboð um að starfsmennirnir ræði við þingnefndina fyrir lokuðum dyrum og án þess að vitna megi í þau samtöl.
Þingnefndin vill yfirheyra þær Sara Taylor og Harriet Miers, sem voru lögfræðilegir ráðgjafar forsetaembættisins á þessum tíma.
Í bréfi til formanna dómsmálanefnda öldungadeilda og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir Fred Fielding, yfirmaður lögfræðideildar Hvíta hússins, að ákvörðun forsetans byggist ekki á annarlegum forsendum en jafnframt hafnaði hann kröfum þingmanna um að hann útskýri hvers vegna hann nýti sér þessi sérréttindi.