Yfirmaður bandaríska hersins í Írak segir stríðið muni taka áratugi. Í viðtali við fréttastofu BBC sagði Petraeus hershöfðingi, sem tók við stjórninni í Írak í janúar, að aðgerðin væri til langs tíma og tæki áratugi. Hann sagðist sjá árangur en að stríðið yrði erfiðara áður en það það yrði léttara.
Hershöfðinginn lagði áhersla á að stríðið tæki langan tíma að leysast og nefndi til samanburðar deilurnar á Norður-Írlandi. Spurningin væri því hvernig hægt væri að fækka í herliði Bandaríkjamanna í Írak til þess að minnka álagið á herinn og bandarísku þjóðina. Þá sagði hann báðar þjóðirnar, Bandaríkin og Írak, vilja að bandaríski herinn fari sem fyrst úr landinu.