Sjö slösuðust í nautahlaupi í morgun

Frá nautahlaupinu í Pamlona.
Frá nautahlaupinu í Pamlona. Reuters

Sex Spánverjar og einn Bandaríkjamaður slösuðust, þó ekki alvarlega, á þriðja degi nautahlaupsins í Pamlona á Spáni í morgun. Sex naut hlupu eftir þröngum götum borgarinnar frá griparétt að nautaatsleikvangin um 850 metra vegalengd, og fjöldi manns með þeim. Nokkrir duttu á götuna en nautin stukku yfir þá flesta. Nautin hlupu skeiðið á 2 mínútum og 46 sekúndum.

Um 200 þúsund manns búa í Pamplona en talið er að allt að 600 þúsund ferðamenn hafi komið til borgarinnar um helgina til að taka þátt í svonefndri San Fermin hátíð. Nautahlaupin fara fram dagana 7. - 14. júlí og hefjast stundvíslega klukkan 5:30 að staðartíma.

Frá árinu 1924 hafa 13 manns látið lífið í nautahlaupinu, sá síðasti árið 1995.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka