Fimbulkuldi í Suður-Ameríku

Kuldakast er nú í Suður-Ameríku og í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, snjóaði í fyrsta sinn síðan 1918. Frost fór allt niður í 22 gráður í sumum héruðum Argentínu og vitað er um þrjú dauðsföll vegna kuldanna.

Stormviðvörun hefur verið gefin út í nokkrum héruðum Argentínu og í Bólivíu þurfti að loka helstu hraðbrautum landsins og nokkrum flugvöllum vegna snjókomu.

Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að þúsundir manna hafi þust út á götur Buenos Aires til að berja snjó augum í fyrsta sinn á ævinni. Í Chíle var sömu sögu að segja, þar mældist frostið 18 gráður í suðurhluta landsins.

Veðurfræðingar spá því að kuldakastið muni vara í nokkra daga í viðbót

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert