Hjólandi sjálfsvígssprengjumaður

Sjálfvígssprengjumaður komst hjá farbanni, sem sett var á til þess að koma í veg fyrir árásir á íraska bæinn Fallujah, með því að hjóla á reiðhjóli í átt að skotmarki sínu. Hann lést sjálfur en tókst ekki að valda öðrum skaða.

„Árásarmaðurinn hjólaði milli tveggja lögreglubíla, sprengdi sjálfsvígsvesti sitt og særði lítillega einn lögreglumann þegar ein rúða bílanna sprakk,“ sagði talsmaður bandaríska hersins.

Fallujah var eitt sinn hreiður al-Qaída samtakanna og er talinn hættulegasti bær Íraks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert