465 manns jarðsettir í Srebrenica

Frá minningarathöfn í Srebrenica í dag.
Frá minningarathöfn í Srebrenica í dag. AP

Rúmlega 30.000 þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn um þá sem teknir voru af lífi í Srebrenica í Bosníu þann 11. júlí 1995. Jarðneskar leifar 465 manna sem fundust nýverið í fjöldagröf voru jarðsettar í athöfninni.

Á meðan að mjóar grænar líkkisturnar voru lagðar í jörðu las barn upp nöfn fórnarlambanna. Hljóðið af mold sem skóflað var yfir hundruði líkkista bergmálaði í dalnum í bland við grátur mæðra og ekkja.

Líkin voru lögð til hvílu í minningarmiðstöð í Srebrenica, sem samanstendur af stórum kirkjugarði, litlu safni og röð af marmarasteinum með nöfnum fórnarlamba verstu þjóðarmorða Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem 8.000 manns voru myrtir.

Borin hafa verið kennsl á 3.195 fórnarlömb fjöldamorðanna í Srebrenica en ekki hefur tekist að bera kennsl á um fimm þúsund lík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert