Al-Qaída hvetur Pakistana til hryðjuverka

Myndband, sem gefið var út í gær, þar sem Zawahri …
Myndband, sem gefið var út í gær, þar sem Zawahri hótar Bretlandi. AP

Næstráðandi hryðjuverkasamtakanna al-Qaída gaf út nýtt myndband í dag þar sem hann hvetur Pakistana um að taka þátt í jihad, heilögu stríði, til þess að hefna árása Pakistanska hersins á Rauð moskuna í Íslamabad.

Rúmlega fjögurra mínútna myndband Ayman al-Zawahris ber titilinn „Ofbeldi gegn Lal Masjid“ og fjallar einungis um bardaga milli íslamskra stúdenta og Pakistanska hersins við moskuna.

Myndbandið var gefið út af as-Sahab, fjölmiðlahluta hryðjuverkasamtakanna al-Qaída, degi eftir að gefið var út myndband þar sem al-Zawahri hótaði Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert