Óvæntir gestir með flóðunum í Kína

Músafaraldur hrellir bændur í Kína.
Músafaraldur hrellir bændur í Kína. AP

Flóð í Kína bar með sér rottufaraldur. Íbúar Hunan héraðsins hafa þegar drepið milljónir rotta af ótta við útbreiðslu á sjúkdómum. Talið er að um 2 milljarðar rotta hafi borist frá eyjum Dongting vatns í flóðinu.

Heilbrigðisyfirvöld voru send til þriggja borga við vatnið þar sem rotturnar hafa eyðilagt akra. Um 360 manns hafa látist í flóð og aurskriðum í Suður-og Mið-Kína undanfarnar vikur og búist er við enn meiri rigningu. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert