Amnesty vill að SÞ rannsaki stríðsglæpi í Líbanon

Ísraelsher mistókst að knésetja liðssveitir Hizbollah í 34 daga stríðinu …
Ísraelsher mistókst að knésetja liðssveitir Hizbollah í 34 daga stríðinu í Líbanon sl. sumar. Reuters

Mannréttindastamtökin Amnesty International vilja að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki stríðsglæpi í stríðinu í Líbanon í fyrrasumar. Samtökin segja bæði Ísraelsher og Hizbollah-samtökin hafa framið stríðsglæpi og ef þeir verði ekki rannsakaðir,sé hætta á að nýtt stríð brjótist út. Um eitt þúsund óbreyttir borgarar létu lífið í stríðinu sem stóð yfir í 34 daga.

Í tilefni þess að um eitt ár er liðið frá stríðinu í Líbanon, sendi Amnesty International frá sér skýrslu þar sem stríðsglæpir stríðandi fylkinga eru harðlega gagnrýndir. Þar segir að Ísraelher hafi sprengt upp borgaraleg hverfi og notað klasasprengjur og að Hizbollah-samtökin hafi skotið nærri 4 þúsund sprengjuskeytum á ísraelskar borgir í átökunum.

Vegna þessa krefst Amnesty að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki hvort stríðsglæpir hafi verið framdir í átökunum. Einnig eru SÞ hvattar til að setja vopnasölubann á löndin tvö til að tryggja að ekki séu notuð vopn sem stríði gegn alþjóðlegum mannréttindalögum.

Amnesty hvetur líka Ísraelsmenn til að afhenda kort af svæðum í suðurhluta Líbanon sem her Ísraela réðst á með klasasprengjum. Einnig krefjast samtökin Hizbollah-samtökin um að upplýsa hvar tveir ísraelskir hermenn séu niðurkomnir en rán á þeim var upphafið að stríðinu.

Ísraelsmenn segja að framkvæmd stríðsins hafi verið rannsökuð að fullu af óháðum dómstólum í landinu og segjast hafa virt að fullu mannréttindi

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var gagnrýndur bæði heima fyrir og …
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var gagnrýndur bæði heima fyrir og utan landssteinanna fyrir framgöngu sinna manna í stríðinu í Líbanon í fyrra. YONATHAN WEITZMAN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert