Mikill fiskadauði hefur verið í Donguvatni í miðju Kína að undanförnu og segja embættismenn, að ástæðuna megi rekja bæði til mengunar í vatninu og mikils hita að undanförnu. Alls er talið að um 30 tonn af fiski hafi drepist í vatninu undanfarnar vikur. Kafarar og verkamenn unnu við það í morgun að hreinsa dauða fiskinn úr vatninu.