Hryðjuverkasamtökin Al-Qaída reyna að koma hryðjuverkamönnum inn til Bandaríkjanna og hafa byggt upp getu til þess að ráðast á landið, samkvæmt nýjum heimildum AP fréttastofunnar.
Í drögum sérfræðinga bandarísku leyniþjónustunnar að skýrslu, sem kynnt var í Hvíta húsinu í dag, lýsa sérfræðingarnir áhyggjum sínum yfir þeim möguleika al-Qaída að nota herstöð við landamæri Pakistan og Afganistan til þess að hefja árás á Bandaríkin.
Niðurstöður sérfræðinganna, sem enn er einungis drög að skýrslu þar sem allar leyniþjónustu Bandaríkjanna þurfa að samþykkja þær, segja meðal annars að al-Qaída eigi líklega ennþá efnavopn eða kjarnorkuvopn.
Í niðurstöðum þeirra segir jafnframt að hryðjuverkasamtökin hafi þegar ná þremur af fjórum lykilatriðum til þess að geta ráðist á Bandaríkin; stað í Pakistan, starfandi hershöfðingja og æðri yfirmenn. Þá munu samtökin reyna að koma hryðjuverkamönnum inn til Bandaríkjanna og lýsa sérfræðingarnir áhyggjum sínum af opnum landamærum innan Evrópu, sem auðvelda hryðjuverkamönnum að komast til Bandaríkjanna.