Kínverjar taka sig á í mengunarmálum

Veiðimaður hreinsar burt dauðan fisk í vatni í Hubei héraði …
Veiðimaður hreinsar burt dauðan fisk í vatni í Hubei héraði í miðhluta Kína. Kínverjar ætla nú að grípa til aðgerða gegn menguðu vatni Reuters

Svo virðist sem Kín­versk stjórn­völd séu að reyna að taka sig á í meng­un­ar­mál­um. Iðnaðar­starfs­semi hef­ur verið bönnuð um­hverf­is stærstu vötn lands­ins þar sem stór­lega mengaðir þör­ung­ar hafa valdið millj­ón­um manna vatns­skorti.

All­ur iðnaður sem fel­ur í sér notk­un á ammoní­aki og fos­fór verður líka bannaður á vatna­svæðum sem og fram­leiðsla, notk­un og sala á hreinsi­efn­um sem inni­halda fos­fór. Fisk­veiðar verða bannaðar í viðkom­andi vötn­um í lok þessa árs og fisk­eldi verður bannað í eins kíló­metra radíus frá vötn­un­um.

AP frétta­stof­an hef­ur eft­ir for­stjóra kín­versku um­hverf­is­vernd­un­ar­stofn­unn­ar að það sé nauðsyn­leg­asta verk­efni stofn­un­ar­inn­ar að auka gæði vatns í land­inu. Um­mæl­in koma í kjöl­far neyðar­fund­ar um meng­un í vatni í borg­inni Hefei í aust­ur­hluta Kína. Neyðaraðgerðirn­ar verða í þrem­ur stór­um vötn­um en í þeim hafa mengaðir þör­ung­ar blómstrað und­an­farn­ar vik­ur sem hafa valdið því að þurft hef­ur að loka á vatns­streymi til millj­óna manna á meðan þör­ung­ar hafa verið hreinsaðir.

Ný­leg könn­un á veg­um kín­verskra stjórn­valda leiðir í ljós að um 44% iðnaðarfyr­ir­tækja hafa þver­brotið um­hverf­is­lög og reglu­gerðir og aðeins helm­ing­ur vatns­hreins­un­ar­stöðva þjónaði hlut­verki sínu á full­nægj­andi máta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert