Kínverjar taka sig á í mengunarmálum

Veiðimaður hreinsar burt dauðan fisk í vatni í Hubei héraði …
Veiðimaður hreinsar burt dauðan fisk í vatni í Hubei héraði í miðhluta Kína. Kínverjar ætla nú að grípa til aðgerða gegn menguðu vatni Reuters

Svo virðist sem Kínversk stjórnvöld séu að reyna að taka sig á í mengunarmálum. Iðnaðarstarfssemi hefur verið bönnuð umhverfis stærstu vötn landsins þar sem stórlega mengaðir þörungar hafa valdið milljónum manna vatnsskorti.

Allur iðnaður sem felur í sér notkun á ammoníaki og fosfór verður líka bannaður á vatnasvæðum sem og framleiðsla, notkun og sala á hreinsiefnum sem innihalda fosfór. Fiskveiðar verða bannaðar í viðkomandi vötnum í lok þessa árs og fiskeldi verður bannað í eins kílómetra radíus frá vötnunum.

AP fréttastofan hefur eftir forstjóra kínversku umhverfisverndunarstofnunnar að það sé nauðsynlegasta verkefni stofnunarinnar að auka gæði vatns í landinu. Ummælin koma í kjölfar neyðarfundar um mengun í vatni í borginni Hefei í austurhluta Kína. Neyðaraðgerðirnar verða í þremur stórum vötnum en í þeim hafa mengaðir þörungar blómstrað undanfarnar vikur sem hafa valdið því að þurft hefur að loka á vatnsstreymi til milljóna manna á meðan þörungar hafa verið hreinsaðir.

Nýleg könnun á vegum kínverskra stjórnvalda leiðir í ljós að um 44% iðnaðarfyrirtækja hafa þverbrotið umhverfislög og reglugerðir og aðeins helmingur vatnshreinsunarstöðva þjónaði hlutverki sínu á fullnægjandi máta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert