Konur þjást fremur af svefnleysi en karlar

mbl.is/Þorkell

Mun al­geng­ara er að kon­ur þjá­ist af svefn­leysi en karl­ar, sam­kvæmt nýrri könn­un banda­rísku sam­tak­anna The Nati­onal Sleep Foundati­on. Aðstand­end­ur rann­sókn­ar­inn­ar telja að or­sak­anna sé bæði að leita í breyti­legri horm­ón­a­starf­semi kvenna og fé­lags­leg­um aðstæðum þeirra. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Af þeim 2.000 kon­um sem tóku þátt í rann­sókn­inni sögðust tvær af hverj­um þrem­ur eiga í erfiðleik­um með svefn a.m.k. eina nótt í viku og enn hærra hlut­fall sagðist reglu­lega eiga erfitt með svefn. Ein­ung­is helm­ing­ur þeirra karla, sem tóku þátt í rann­sókn­inni, sagðist hins veg­ar eiga við svefn­leysi að stríða.

Einnig kem­ur fram í könn­un­inni að 80% kvenna sinna öll­um sín­um störf­um jafn­vel þótt þær þjá­ist af svefn­leysi og þreytu. Þá segj­ast tvær af hverj­um þrem­ur þeirra drekka mikið af koff­índrykkj­um þegar þannig stend­ur á til að halda sér vak­andi. Enn­frem­ur kem­ur fram í rann­sókn­inni að rúm­lega helm­ing­ur kvenn­anna hafði fundið til dep­urðar síðasta mánuðinn og að ein af hverj­um þrem­ur kon­um, sem tóku þátt í rann­sókn­inni, sagðist kvíða framtíðinni.

Segja aðstand­end­ur rann­sókn­ar­inn­ar að breyt­ing­ar sem fylgja tíðahring kvenna, meðganga og breyt­ing­ar­skeiðið hafi áhrif á svefn kvenna auk þess sem þær vakni oft­ar til barna sinna en karl­ar. Þá benda þeir á að svefn­leysi geti stuðlað að ann­ars kon­ar heilsu­far­svanda­mál­um.

“Marg­ar nú­tíma­kon­ur eru und­ir miklu álagi og af­leiðing­in er sú að þær þjást af streitu sem leiðir til svefn­vanda­mála,” seg­ir Rich­ard Gelula, formaður The Nati­onal Sleep Foundati­on. “Þetta ger­ir það að verk­um að þær eiga erfitt með að ein­beita sér í vinnu, eru of þreytt­ar til að njóta kyn­lífs og hafa lít­inn tíma fyr­ir fjöl­skyldu og vini."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert