Olíubrák á sólarströndum Ibiza

Olíubrák við Talamanca strönd á Ibiza.
Olíubrák við Talamanca strönd á Ibiza. Reuters

Tveimur ströndum á ferðamannastaðnum Ibiza var lokað í dag vegna olíubrákar sem skolaði á land. Olían barst frá fraktskipi sem sökk í grennd við strendurnar. Þetta kemur fram á fréttavef Expatica.

Varúðarráðstafanir voru gerðar við strandirnar Talamanca og Ses Figueretes á austurströnd eyjunnar og segja embættismenn ekki að heilsutjón hljótist af brákinni.

Olíubrákin er fjögurra kílómetra löng og myndaðist þegar skipið MS Don Pedro sigldi á smáeyju og sökk rétt hjá höfn Ibiza í gær. 20 manns var bjargað af skipinu og engan sakaði. Unnið er að hreinsunarstörfum við strendurnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert