Lögregla hefur handtekið auðugan 57 ára gamlan karlmann á Tenerife, einni af Kanaríeyjunum, en maðurinn er grunaður um stórfellt svindl á ferðamönnum og fíkniefna- og vopnasmygl. Maðurinn var handtekinn á flugvellinum í Tenerife í morgun.
Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglunni, að maðurinn, sem heitir John Edward Palmer, sé talinn forsprakki alþjóðlegs glæpahrings sem stundi ýmiskonar skipulagða glæpastarfsemi, svo sem að falsa persónuskilríki og kreditkort, múta embættismönnum, líkamsáráis og hótanir.
Palmer er enskur að þjóðerni en hefur búið á Spáni frá árinu 1985. Breska lögreglan hefur sakað Palmer um að hafa skipulagt vopnað rán á Heathrow flugvelli árið 1983 en þá var um 3000 kílóum af gullstöngum rænt.
Á Spáni er Palmer grunaður um að hafa svikið fé út úr ferðamönnum með því að bjóða þeim að kaupa hlut í fasteignum á Tenerife og á Costa del Sol ströndinni.