Þrettán særðir eftir nautahlaup morgunsins

00:00
00:00

Þrett­án manns liggja særðir, þar af þrír lífs­hættu­lega, eft­ir nauta­hlaupið í Pamplona á Spáni í morg­un, sjötta dag San Ferm­in hátíðar­inn­ar. Hátíðin hófst sl. föstu­dag og á hverj­um morgni er nokkr­um naut­um sleppt laus­um á göt­um borg­ar­inn­ar og þúsund­ir heima­manna og ferðamanna hlaupa með naut­un­um og reyna að forðast horn þeirra og klauf­ir.

San Ferm­in hátíðin hef­ur verið hald­in ár­lega frá ár­inu 1911. Hún varð heimsk­unn eft­ir að Er­nest Hem­ingway fjallaði um hana í skáld­sögu sinni, Og sól­in renn­ur upp, árið 1926.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka