Þrettán særðir eftir nautahlaup morgunsins

Þrettán manns liggja særðir, þar af þrír lífshættulega, eftir nautahlaupið í Pamplona á Spáni í morgun, sjötta dag San Fermin hátíðarinnar. Hátíðin hófst sl. föstudag og á hverjum morgni er nokkrum nautum sleppt lausum á götum borgarinnar og þúsundir heimamanna og ferðamanna hlaupa með nautunum og reyna að forðast horn þeirra og klaufir.

San Fermin hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1911. Hún varð heimskunn eftir að Ernest Hemingway fjallaði um hana í skáldsögu sinni, Og sólin rennur upp, árið 1926.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert