Cecilia Sarkozy, forsetafrú Frakklands, heimsótti óvænt í gær hjúkrunarkonurnar frá Búlgaríu sem voru dæmdar til dauða í Líbýu fyrir að hafa sýkt börn með HIV veirunni. Hún ætlar líka að hitta Gaddafi forseta Líbýu.
Cecilia Sarkozy sótti líka fjölskyldur barnanna heim.
Hæstiréttur Líbýu dæmdi hjúkrunarkonurnar og palestínskan lækni til dauða á miðvikudag fyrir að hafa gefið börnum sýkt blóð á sjúkrahúsinu í Benghazi, árið 1998. Breska ríkisútvarpið greinir reyndar frá því að sögusagnir séu á kreiki um að búið sé að sættast á fébætur til fjölskyldnanna en æðra dómsstig mun úrskurða á mánudag hvort dauðarefsingunni verði framfylgt. Málið hefur vakið mikla alþjóðlega athygli en heilbrigðisstarfsmennirnir halda öll fram sakleysi sínu.