Górilluungi braggast vel eftir árás

Gestir dýragarðsins í Stuttgart í Þýskalandi gátu aftur barið augum górilluunginn Mary Zwo í dag, tveimur vikum eftir að hún kom af spítala. Mary Zwo bjó áður í dýragarði Muenster eða þar til að faðir hennar réðist á hana.

Górilluunginn var sendur á spítala eftir að starfsmenn dýragarðsins fundu hana með vökvaskort, lágan blóðsykur og nærri ofkælingu. En Mary Zwo braggast nú vel eftir spítalavistina og getur nú sýnt aðdáendum listir sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar: Krútt
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert