Gestir dýragarðsins í Stuttgart í Þýskalandi gátu aftur barið augum górilluunginn Mary Zwo í dag, tveimur vikum eftir að hún kom af spítala. Mary Zwo bjó áður í dýragarði Muenster eða þar til að faðir hennar réðist á hana.
Górilluunginn var sendur á spítala eftir að starfsmenn dýragarðsins fundu hana með vökvaskort, lágan blóðsykur og nærri ofkælingu. En Mary Zwo braggast nú vel eftir spítalavistina og getur nú sýnt aðdáendum listir sínar.