Lögregla í Zimbabwe hefur handtekið 2.776 manns undanfarnar vikur en þeir eru taldir hafa brotið lög sem mæla fyrir um að verð á mörgum vörum sé lækkað um 50%. Tilgangangur laganna er að reyna að draga úr verðbólgu, sem er yfir 3700% samkvæmt opinberum tölum en óopinberar tölur segja að verðbólgan sé í raun um 5000%.
Flestir hinna handteknu eru kaupmenn og kaupsýslumenn en auk þess hafa til að mynda fjórir lögregluþjónar verið handteknir fyrir búðarhnupl. Voru þeir gripnir glóðvolgir er þeir tóku þátt í að handtaka kaupmenn fyrir að lækka ekki verð á helstu nauðsynjum.