Dekkjaframleiðandinn Michelin rannsakar nú dekk sín eftir að afturhjól bifhjóls í Noregi sprakk meðan hjólið var á ferð. Talið er að dekkið hafi verið gallað og óttast framleiðandinn að fleiri dekk beri sama galla.
Talsmaður Michelin Nordic segir dekk Norðmannsins hafa verið sent til rannsóknar hjá tæknideild höfuðstöðva fyrirtækisins í Frakklandi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Þrátt fyrir að dekkið hafi verið meira notað heldur en framleiðandi þess gerir ráð fyrir að eigi að gera, tekur Michelin slysið alvarlega og reynir að komast í botns í málinu.