Reykingar verða áfram leyfðar í danska framhaldsskólum þar sem skólayfirvöld óttast að verði reykingar bannaðar í skólunum muni getuminnstu nemendurnir hætta námi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Ný reykingavarnarlög taka gildi í Danmörku þann 15. ágúst þar sem m.a. er kveðið á um að reykingar skuli ekki leyfðar í opinberum byggingum. Þó hefur þegar verið greint frá því að ekki verði sett reykingabann á einkaskrifstofum í danska þinghúsinu. Þá hafa krabbameinssamtökin Kræftens Bekæmpelse lýst áhyggjum af því að um síðustu áramót hafi einungis 28 framhaldsskólar af 257 framhaldsskólum í landinu verið reyklausir.
“Við eru í erfiðri aðstöðu þar sem við viljum ýta undir að fólk fari í framhaldsskóla,” segir Troels Borring, formaður dönsku nemendasamtakanna Efterskoleforeningen. “Við vitum að börn byrja að reykja mjög ung. Það eru oft börn sem eiga á einhvern hátt erfitt, o g gerum við þeim enn erfiðara fyrir aukast líkurnar á því að við hrekjum þau burt.”