Stóri Kanarí-stjörnukíkirinn er tilbúinn til notkunar í La Palma á Kanaríeyjum. Kíkirinn er einn sá stærsti í heiminum og getur komið auga óljósustu og fjarlægustu hluta heimsins. Fyrsta stjörnuskoðun kíkisins fór fram í dag.
Stjörnukíkirinn stendur á 2.400 metra háum tindi á Kanaríeyjum og í honum er spegill sem er 10,4 m á þvermál. Kíkirinn er sérstaklega öflugur og sýndu fyrstu prófanir að vísindamenn munu verða tilbúnir í rannsóknir innan næstu tólf mánaða.
Það tók sjö ár að byggja risavaxinn kíkinn, þar sem vont veður og samgöngur töfðu sífellt fyrir. Verkefni er talið kosta um 130 milljónir evra.