Bandarísk vopn í búðum uppreisnarmanna

Tyrkneski fáninn.
Tyrkneski fáninn. Reuters

Tyrkir krefjast formlegra útskýringa frá Bandaríkjamönnum á því hvernig bandarísk vopn komust í hendur tyrknesk kúrdískra uppreisnarmanna sem hafast við í Írak.

Fyrr í mánuðinum handtóku tyrknest yfirvöld herskáan Kúrda, sem tilheyrir Verkamannaflokki Kúrdistan. Sá segist hafa séð tvær bandarískar herbifreiðar afhenda vopn í búðum uppreisnarmanna við landamæri Íran.

Viðbrögð sendiráðs Bandaríkjanna í Ankara voru þau að málið yrði athugað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert